Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi

Námskeið nr 2. með Atla Guðmunds

4/4/2021

0 Comments

 
Picture
Mikil ánægja hefur verið hjá nemendum með námskeiðið hjá  Atla Guðmundssyni.  Ákveðið hefur verið að bjóða uppá fjóra tíma,  einu sinni í viku, 30 min í senn til viðbótar þ.e.a.s. frá 8-29 april.  Námskeiðið er fyrir alla skuldlausa Sótafélaga, bæði þá sem hafa verið á námskeiði 1. og þá sem vilja byrja núna.  Skráning er hér á viðburði á Facebook til að byrja með. 
Páskakveðja frá fræðslunefnd 
0 Comments

Puntur fagnar 30. vetrum

4/2/2021

0 Comments

 
Picture
Elsti hesturinn í Sóta hverfinu er án efa Puntur frá Neðri-Hrepp (IS1991135616) en hann fagnar 30 vetra afmæli nú í vor!  Eigandi hans er Anna Margrét Ingólfsdóttir sem segir hann nokkuð hressan miðað við aldur en ekki jafn búttaðan og áður en hann hefur yfirleitt komið vel undan vetri. Sæunn Ósk, ung systurdóttir Önnu hefur fengið að nota hann og Anna sjálf einnig farið einstaka sinnum á bak í vetur.   En hver er saga Punts?  Gefum Önnu Margréti orðið: 

,,Ég er 33 ára, verð 34 þann 12. maí nk. og fékk Punt í fermingargjöf frá foreldrum mínum eftir að hafa farið í ferð norður til Hólmgeirs frænda míns til að velja hest sem ég ætlaði að kaupa fyrir fermingarpeningana.

Read More
0 Comments

Pöbbkviss og kynning á sumarferð

3/22/2021

0 Comments

 
Picture
Föstudaginn 26 mars kl. 20:00 ætlum við í ferða-og skemmtinefnd að halda pöbbkviss (spurningakeppni) í fína félagshúsinu okkar.  Einnig verður kynning á sumarferðinni sem verður farin 4-6 júní.  Allir Sótafélagar velkomnir! 
​Setjum inn nánari upplýsingar þegar nær dregur.  
ATH:  Frestað um óákveðin tíma vegna COVID
0 Comments

Vetrarleikar 3 - þrígangur 27 mars

3/22/2021

0 Comments

 
Picture
​Laugardaginn 27. mars fara þriðju og síðustu vetrarleikarnir fram og verður að þessu sinni keppt í þrígangi. Keppnin fer fram á hringvelli Sóta. Einn knapi er inn á í einu og hefur hann 2 hringi, 4 langhliðar til þess að sýna 3 gangtegundir, ath. að tölt á hvaða hraða sem er telst sem ein gangtegund, því er ekki hægt að sýna hægt tölt og greitt tölt. Leyfilegt er að sýna 4 gangtegundir og þá gilda 3 hæðstu einkunnir. Búið er að opna fyrir skráningar inn á https://www.sportfengur.com/ og skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 24. mars. Keppnin er skráð sem fjórgangur V2 inn á Sportfeng.
Í boði eru eftirfarandi flokkar:

Read More
0 Comments

Vetrarleikar 1 - úrslit

3/4/2021

0 Comments

 
Picture
Það var ánægjulegt að fyrsta mótið hjá Sóta 2021 skyldi vera haldið í nýju reiðhöll félagsins! Og mótið gekk alveg glimrandi vel!  Höllin stóðst allar væntingar og mátti sjá aðstandendur keppanda raða sér á nýju bekkina.  Fjölmennustu flokkarnir voru unglinga - og kvennaflokkur.  Dómari var Óli Pétur Gunnarsson og stóð sig með sóma. 
Úrslit urðu þannig:  

Read More
0 Comments

Vetrarleikar 2 - Smali

3/2/2021

0 Comments

 
Picture
Laugardaginn 6. mars fer fram keppni í smala í Reiðhöll Sóta. Smali er keppni í þrautabraut þar sem samspil knapa og hests skiptir miklu máli. Tekið er saman hjá hverju pari fyrir sig, hversu fljót þau eru að klára þrautabrautina með sem fæstar villur. Föstudaginn 5. mars verður þrautabrautin sett upp svo keppendur geti æft sig.
Búið er að opna fyrir skráningu og er síðasti skráningardagurinn miðvikudagurinn 3. mars á miðnætti. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og er þetta skráð sem fjórgangur V1 í kerfinu. Í boði eru eftirfarandi flokkar:

Read More
0 Comments

Sótafélagar duglegir á reiðnámskeiðum

2/23/2021

0 Comments

 
Picture
Það má með sanni segja að reiðhöllin hafi sett sitt mark á félagsstarfið í vetur en nánast allir eru skráðir á einhvers konar reiðnámskeið.  17 knapar eru á knapamerkjanámskeiðum, 8 á reiðnámskeiði hjá Trausta Þór og 16 hjá Atla Guðmunds.  Það er mikill fjöldi í litlu félagi!  Ljóst er að reiðhöllin hefur gjörbreytt kennslumálum hja Sóta og mun án efa gera okkur öll að betri reiðmönnum.  Áfram Sóti!  
Sjá frétt á síðunni hjá Trausta:  https://www.trausti.org/
0 Comments

Góð þátttaka í konudagsreið

2/23/2021

0 Comments

 
Picture
Það voru alls 14 konur á öllum aldri sem tóku þátt í konudagsreið ferða og skemmtinefndar á konudaginn 21 febrúar eða næstum allar konur í hverfinu!  Þrátt fyrir nokkur óhöpp þá vonum við að konur hafi skemmt sér almennt vel en formaður vor tók t.d. á móti okkur á leiðinni með söng, karlpeningurinn í nefndinni bauð okkur velkomnar og stóð fyrir glæsilegum veitingum og síðast en ekki síst kenndi Soffía okkur línudans í reiðhöllinni!  Takk allir fyrir skemmtilegan dag - myndir á FB grúbbu Sóta. (mynd hér:  Kristján Kristjánsson) 
0 Comments

Dagskrá og ráslistar

2/19/2021

0 Comments

 
Picture
​Dagskrá og ráslistar fyrir Vetrarleika 1
Keppni byrjar kl; 13:00 og fer fram í reiðhöll Sóta.
Keppt er í tölti T7.
Einungis er riðin forkeppni og verðlauna afhending fyrir hvern flokk fyrir sig fer fram að lokinni keppni í hverjum flokki.
 
Dagskrá:
Pollaflokkur
Unglingaflokkur
Karlaflokkur
Kvennaflokkur
 
Ráslistar:

Read More
0 Comments

Konudagsreið

2/19/2021

0 Comments

 
Picture
Sunnudaginn n.k. 21. febrúar, þ.e.a.s á konudaginn býður ferða- og skemmtinefnd uppá konudagsreið fyrir allar konur í Sóta. Riðið verður rólega, stuttan hring þar sem markmiðið er að njóta fremur en að þjóta.  Svo er aldrei að vita nema karlpeningurinn verði með óvæntar uppákomur!   Við viljum sérstaklega hvetja nýjar Sóta konur til að mæta.

Mæting er kl. 14:00 við nýju reiðhöllina  okkar.  Gaman ef knapar eða hross gætu skartað einhverju rauðu með svörtu (Sóta litirnir) - engin skylda! 
​
Karlar eru hvattir til að mæta líka – í klappliðið - eða fara saman í karlareið. 
Sjáumst hress
Ferða-og skemmtinefnd
0 Comments
<<Previous
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.