Þá er komið að þriðja og síðasta mótinu í vetrarmótaröð Sóta 2012. Að þessu sinni verður mótið haldið miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 18:00 (Sjá meðfylgjandi auglýsingu fyrir mót)
Verðlaunaafhending verður eftir mót í félagshúsinu þar sem líka verða veitt verðlaun fyrir heildarstig í öllum þremur vetrarmótunum. Stefnt er á að grilla og eiga skemmtilega stund saman á eftir að hætti skemmtilegustu skemmtinefndarinnar ;) Tekið verður við skráningum á þriðjudaginn 3. apríl með tölvupósti á elfure@simnet.is, þar sem fram þarf að koma; nafn keppenda, hestur (aldur og uppruni) og keppnisflokkur. Skráning verður einnig í félagshúsi fyrir keppni frá 17-17:30 (EN hvetjum alla til að skrá sig með tölvupósti til að flýta fyrir) Sjáumst hress Mótanefnd Sjá auglýingu og fyrirkomulag hér
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2021
|