![]() Verkefnastjórinn og steypuhrærivélin sem hefur verið mikið notuð! Vinnan við gerðið okkar góða er í fullum gangi og er unnið alla þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 18:00 - 20:30. Nú fer að styttast í að gerðið verði heilklætt en til þess að það megi verða þurfum við að klára útbyggingarnar á norðurhliðinni. Við þurfum á allri ykkar hjálp að halda og hlökkum til að sjá ykkur í vikunni! Vonandi getum við svo heilklætt (og þar með klárað) þetta hið fyrsta. Þegar það gerist verður hringt út í alla Sótafélaga nær og fjær en stefnt er á að skapa mikla (Amish?) stemningu! Sjáumst hress á þriðjudag og/eða miðvikudag! Ath að bæði karlar og konur eru velkomin :-) Kveðja Steinunn formaður og Jörundur verkefnastjóri
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2021
|