Kæru Sótafélagar,
Eftirfarandi er dagskrá afmælishátíðar Sóta laugadaginn 29. mars. Hátíðin hefst kl 13 við félagshús okkar með stuttum félagsreiðtúr, þar sem riðinn verður hringurinn, þ.e. Suðurnesvegur og Breiðumýri. Lagt af stað kl 13:15. Gaman væru er þeir sem hafa tök á að mæta í hátíðarbúnng Sóta, gerðu það. (svartar buxur, svartur jakki, hvít skyrta, eldrautt bindi). Að loknum félagsreiðtúr og ávarp formanns, býður Sóti uppá kaffi og veitingar í félagsheimilinu. Í gerðinu verður svo sett upp þrautabraut fyrir börn á öllum aldri til að spreyta sig. Þetta verður góð upphitun fyrir kvöldið. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
March 2021
|