Ræktunardeild Sóta, í samstarfi við ferða og skemmtinefnd, ráðgera að fara í fróðleiksríka skemmtiferð um næstu helgi, þ.e. laugardaginn 25. febrúar, ef næg þátttaka fæst. Við erum að vona að ábúendur á Blesastöðum geti tekið á móti okkur ásamt því að heimsækja eitt annað ræktunarbú á svæðinu. Endað yrði svo á Stokkseyri eða Eyrarbaka og kvöldverður snæddur. Þar sem ferðin ræðst að miklu leyti af þátttöku, þætti okkur vænt um að heyra hvort áhugi er fyrir hendi. Vinsamlega látið heyra í ykkur sem allra fyrst, þannig að tími gefist til að skipuleggja þetta sem best.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2021
|