Firmakeppni Sóta/minningarmót Ása og Önnu var haldið síðastliðinn laugardag, utandyra þar sem enginn er höllinn, í grenjandi rigningu. Þrátt fyrir blautan völl, rennblauta knapa og hrollkalda hesta þá fór keppnin vel fram. Að þessu sinni var unglingaflokkur fjölmennastur og gaman var að sjá hvað þau voru öll vel ríðandi. Etir mót og dýrindis kaffiveitingar fór fram folaldasýning í gerðinu þar sem Fjarkadóttir frá Breiðholti fór með sigur úr býtum. Því næst var boðið uppá kynbótamat og komu félagsmenn með unghryssur sínar til ,,dóms". Skemmtilegur dagur hjá Sóta þó óneitanlega hefði mátt rigna aðeins minna (eða reiðhöll hefði verið til staðar....)
Úrslit úr firmakeppninni urðu þannig - sjá hér
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2021
|