![]() Það var gaman að sjá hvað margir mættu á fræðsluerindi Ingimars í gær um hirðingu og fóðrun. Ingimar byrjaði á að tala um fóðrun útigangshrossa en mikilvægt er að skipta hrossunum upp í 3. hópa þ.e.a.s.folöld og mjólkandi hryssur, tryppi og fylfullar hryssur og svo hesta í engri brúkun. Síðan hélt hann erindi um hvernig þjálfun skuli háttað í byrjun vetrar en þá er mikilvægt að fara ekki of geyst af stað. Hann endaði síðan á því að tala um fóðrun reiðhesta á húsi og mikilvægi réttrar samsetningar fóðurs. Fræðslunefnd bauð uppá kaffi og meðlæti frá Guðna bakara. Kærar þakkir fræðslunefnd fyrir skemmtilegt kvöld! (myndir er af Ingimari og Arnari formanni fræðslunefndar)
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2021
|