![]() Þar sem veðurútlit og flóðatafla er betri fyrir föstudaginn (og golfmót er á fimmtudaginn) hefur verið ákveðið að færa Fjöru-Fjörið á föstudaginn 31 maí. Brottför frá félagshúsi Sóta kl. 17:30, riðið í fjöruna við Haukshús, farið í leiki á hestum, sandkastalakeppni og sundriðið. Síðan verður grillað í félagsheimilinu og við skemmtum okkur saman - þetta er lokadagskrá vetursins og n.k. uppskeruhátið Sóta félaga. Allir velkomnir með á öllum aldri. Þar sem við þurfum að vita fjöldann þá biðjum við ykkur um að skrá ykkur á hestamannafelagidsoti@gmail.com eða á Facebook síðu Sóta í síðasta lagi fimmtudaginn 30 maí.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2021
|