![]() Við í Sóta erum að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót. Hestamannafélögin á stór höfuðborgarsvæðinu munu taka þátt í þessu með okkur en lagt verður af stað frá Bessastöðum, sunnudaginn 24 júní kl. 11:00 og munum við síðan sækja hestamannafélögin, eitt af öðru. Hersingin endar síðar frá Almannadal kl. 15:00 þar sem við ríðum á stóra völlinn í Víðidal. Þetta á að vera hestaferða-fílingur, skálmar, hnakktöskur og tilheyrandi. Nánari upplýsingar er að finna hér. Þar sem við í Sóta erum svo vel í sveit sett með að hafa hrossin okkar í sumarbeit á Álftanesi þá hvetjum við alla sem eru með hesta á nesinu að koma með okkur í þessa reið. Þetta verður bara gaman.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2021
|