![]() Berglind Birta sigraði töltið i unglingaflokki á Baugi frá Holtsmúla Fyrstu vetrarleikar Sóta 2012 fóru fram á vellinum síðastliðinn laugardag í vorveðri. Vetrarleikarnir eru fyrst fremst hugsaðir sem skemmtileg mótaröð sem allir geta tekið þátt í. Paparnir í græjunum, þulurinn í stuði og knapar í keppnisskapi. Skráningar hefðu mátt vera fleiri í nokkrum flokkum og rétt er að hvetja ALLA til að vera með á næsta móti, þetta er jú fín æfing fyrir alvöru mótin í vor. Ungmennafélagsandinn sveif óvenju lágt yfir vötnum en vonandi verður það betra á næsta móti. Mótanefnd sem og vallarnefnd eru færðar þakkir fyrir gott og skemmtilegt mót og óvenju góðan völl á þessum árstíma. Úrslit má lesa hér.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
March 2021
|